News

Skilmálar

by Tinna Grímarsdóttir on Oct 08, 2019

Vöruafhending: Þegar þú verslar í vefverslun Smáprents getur þú valið á milli þess að sækja pöntunina í verslun okkar næsta virka dag eða fá hana sækja á pósthús í þínu hverfi. Viðkomandi fær senda staðfestingu í pósti þegar varan fer á pósthús eða er tilbúin til afhendingar í verslun.

Allar pantanir sem á að sækja í verslun og gerðar eru fyrir klukkan 16:00 eru tilbúnar til afhendingar næsta virka dag en ef verið er að panta merkta vöru/fatnað þá eru það 1-2 virkir dagar. 

Íslandspóstur sér um sendingarnar.

Sendingarkostnaður er 990 kr en verslað er fyrir meira en 10.000 kr er enginn sendingarkostðanur.

Verð: Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld: Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Greiðslumöguleikar: Hægt er að greiða með millifærslu, greiðslukorti, netgíró eða kass. 

Trúnaður: Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 46/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað.

Smáprent áskila sér allan rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Persónuvernd: Smáprent virðir friðhelgi persónuupplýsinga um viðskiptavini sína. Með því að heimsækja vefinn okkar lýsir þú þig samþykkan þeim hefðum sem lýst er í núverandi yfirlýsingu um persónuvernd og öryggi.

Persónulegar upplýsingar: Við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig, svo sem nafni, heimilisfangi, netfangi, símanúmeri og kreditkortanúmeri, í tengslum við afgreiðslu á pöntun frá þér eða vegna annarra samskipta við þig. Til dæmis skráum við þær persónugreinanlegu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að koma til skila þeirri vöru sem þú kaupir.

Með því að skrá netfang á póstlistann okkar þá hefur þú gefið okkur leyfi til þess að senda þér upplýsingar um vörur og þjónustu okkar.

Skilafrestur: Samkvæmt reglum um rafræn kaup, mátt þú hætta við kaupin innan 14 daga að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Greiðslukvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með ef um vöruskil er að ræða. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um er að ræða ranga/gallaða vöru.

Ekki er hægt að skila sérmerktum vörum nema um galla sé að ræða.

Endurgreiðsla er gerð á sama kreditkort og kaupin áttu sér stað upphaflega og athugið að endurgreiðsla getur tekið allt að 5 virka daga til að ganga í gegn. Skilaréttur gildir ekki um útsöluvörur þar sem þeim fæst hvorki skipt né skilað.

Endilega sendið á smaprent@smaprent.is eða hringið í okkur í síma 666-5110.

 

Upplýsingar um seljanda

Smáprent

Mömmur ehf.

Kennitala: 580610 2690

Dalbraut 16, Akranes

Related Articles

Instagram